Trafakefli er eitt af þeim áhugaverðari dæmum sem finna má um alþýðulist frá Skandínavíu þótt einnig megi finna þau í öðrum löndum. Verkfærið er fyrirrennari straujárns og er náskylt þvottabrettinu og var notað til þess að strauja eða slétta þvott, þ.e.a.s. til þess að fjarlægja brot eftir þvott. Trafakefli var í raun útskorið viðarstykki (yfirleitt gert úr eikarviði, beyki eða furu), sem notað var ásamt nokkurskonar rúllukefli á þann máta aðð blautum þvotti, svo sem handklæðum, fötum eða rúmfötum var vafið þétt í kringum á keflið. Notandi trafakeflisins hélt á keflinu með hægri hönd, en setti síðan flata vinstri hendinu nálægt enda keflisins. Keflið var síðan fært fram og til baka yfir rúllukeflið til þess að fletja út þvottinn.

Alþýðufólk í Finnlandi að nota trafakefli á 19. öld

Alþýðufólk í Finnlandi að nota trafakefli á 19. öld

Ekki er vitað með vissu hver uppruni trafakeflisins er, en þó bendir allt til þess að notkun þess hafi verið orðin talsverð á miðöldum á sjávarsvæðum Norður-Evrópu. Elsta þekkta eintakið er frá Noregi en það fannst nálægt Bergen og er talið vera frá árinu 14441. Öll keflin sem eru eldri en frá 17.öld eru einföld í lögun, þau eru ekki ýkja skreitt, ekki skorin út sérstaklega og haldfangið er látlaust, einnig eru þau ekki myndskreitt. Þessi einfalda og látlausa hönnun sem sjá má á þessum keflum bendir til þess að trafakefli þess tíma hafa einfaldlega verið áhöld hönnuð með notanagildið eitt í huga.

Sænskt trafakefli frá 1560 (í einkaeigu)

Sænskt trafakefli frá 1560 (í einkaeigu)

Það var á 17.öld sem fram komu útskorin trafakefli skreytt á margvíslegan máta og stundum máluð í einum til þrem litum. Ólíkt hinum látlausu fyrirennurum þeirra, má sjá að haldfangið er útskorið í líki hests, hafmeyju eða ljóns, annað hvort á raunverulegan eða á stílrænan máta, stundum jafnvel í abstrakt eða barrokk stíl2. Skreitt trafakefli voru orðin algeng upp úr 1610, þegar þau mátti finna víða, en stíll, lögun og skreitingar fóru eftir því á hvaða svæði þau voru búinn til. Smiðir bjuggu til keflin á smíðaverkstæðum sínum, þeir notuðu venjuleg kefli sem fyrirmynd en breyttu svo litunum og skáru þau út. Fjölmörg trafakefli voru einnig smíðuð af leikmönnum —gæði og hönnun keflanna var því mismunandi eftir getu hönnuðars.

Danskt trafakefli hannað í kringum 1789, með stökkvandi hesti, tveim dúfum, hjarta og útskornum upphafsstöfum, rúllukefli fylgir með (úr einkasafni)

Danskt trafakefli hannað í kringum 1789, með stökkvandi hesti, tveim dúfum, hjarta og útskornum upphafsstöfum, rúllukefli fylgir með (úr einkasafni)

Hin skyndilega fagurfræðilega breyting gefur keflunum nýja merkingu. Trafakeflið var nýtilegt verkfæri eins og áður hafði verið en varð nú heimamundur sem menn buðu verðandi brúðrum sínum áður en að giftingardegi kom. Fegurð og gæði trefikeflisins var táknræn fyrir hverju var hægt að búast við af eiginmanninum til framtíðar. Á sumum svæðum er sagt að trafakeflið hafi jafnvel verið notað til þess að gera bónstilboð opinbert. Biðlarinn hengdi keflið á dyr þess húss þar sem konan sem hann vildi giftast bjó; ef keflið var ennþá á hurðinni þýddi það að bónorðinu var hafnað. Biðlara sem var hafnað gat ekki boðið annari konu sama keflið. Þetta gæti skýrt hvers vegna sum trafakefli hafa enga upphafsstafi (venjulega voru þeir þrír) eða dagsetningu (giftingarár) og hvers vegna svæðið sem yfirleitt var ætlað til þess er tómt.

Norskt trafakefli eftir 'Meistara ljónsins' frá árunum í kring um 1840, með útskornum laufum og kóronu, fyrirmynd sem átti eftir að verða mikið notuð af öðrum smiðum, (úr safni W.J. Shepherd Collection)

Norskt trafakefli eftir "Meistara ljónsins" frá árunum í kring um 1840, með útskornum laufum og kóronu, fyrirmynd sem átti eftir að verða mikið notuð af öðrum smiðum, (úr safni W.J. Shepherd Collection)

Framleiðsla trafakefla náði hámarki við lok 18. aldar en á þeim tíma voru hinir ýmsu stílbrigði, sem fóru eftir því hvar þau voru búin til orðin svo föst í sessi að það er gerlegt að  sjá hvaðan þau eru af mikilli nákvæmni. Þessi áhöld voru algeng útum alla Evrópu, allt frá  Elsass (í Frakklandi) til Rússlands, og einnig í Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Íslandi, Finnlandi, svo og á Bretlandseyjum og í minna mæli í einhverjum löndum mið og Austur Evrópu. Í kringum 1860 fer fjöldi trafakefla að minnka og stíll þeirra þróast útí að verða hálf úrkynjaður, skýrt merki þess að þau höfðu tapað táknrænu gildi sínu og þ.a.l. mikilvægi sínu. Hönnunin og skreytingarnar voru endurgerðar á vélrænan máta og samhverf hönnun varð vinsælli. Hið útskorna munstur hvarf og í stað þess komu málaðar myndir sem voru mun minna skapandi í hönnun og útliti. Þrátt fyrir að þau væri ennþá notuð að sumum konum allt til ársins 1950 voru þau orðin hálfgerðir forngripir. Þetta snilldarlega hannaða handverk hvarf svo á endanum.

Trafakefli frá Danmörku smíðað í þekktri vinnustofu í Sigersted árið 1804, sjá má tvo fugla, hjarta, vasa með blómum og þónokkurn fjölda húsa (úr einkasafni)

Trafakefli frá Danmörku smíðað í þekktri vinnustofu í Sigersted árið 1804, sjá má tvo fugla, hjarta, vasa með blómum og þónokkurn fjölda húsa (úr einkasafni)

1 Er geymt í Þjóðminjasafni Noregs í Osló, Inv. No.: NM.0049693.

2 Að undanskildnum hollenskum trafakeflum (sem aðallega voru smíðuð í Fríslandi) sem ekki innihéldu skrauthaldföng.

-

Trafakefli til sölu?

Ég er belgískur safnari trafakefla með mikin áhuga á evrópskri alþýðulist, þjóðsögum og skandinavískri list. Upphaflega safnaði ég forngripum og antíkstraujárnum, en er eins og er að leita af gömlum trafakeflum sem framleidd voru fyrir árið 1900. Ég kaupi trafakefli allstaðar að: Skandinavíu (Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland og Ísland), Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi. Ég hef áhuga á að stækka við safn mitt með einföldum trafakeflum sem smíðuð voru snemma svo og einnig flóknari, nýlegri keflum sem eru glæsilegri í hönnun, burtséð frá því hvort þau innihalda málaðar myndir eða útskorin munstur á haldfangi (svo sem ljón, hest eða hafmeyju). Ef þú átt traflakefli sem þú hefur áhuga á að selja eða ef þú hefur áhuga á að fá nánari upplýsingar um traflakeflið sem þú átt geturðu haft samband við mig með tölvupósti (á ensku) í eftirfarandi póstfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gamalt sænskt traflakefli með með folaldi undir hestinum frá árinu 1731 (úr einkasafni)

Gamalt sænskt traflakefli með með folaldi undir hestinum frá árinu 1731 (úr einkasafni)

Danskt traflakefli með rúmfræðimynstri (hjól, rós, rósettu og sikksakki) svo og áklæðisnöglum frá árinu 1795 (úr einkasafni)

Danskt traflakefli með rúmfræðimynstri (hjól, rós, rósettu og sikksakki) svo og áklæðisnöglum frá árinu 1795 (úr einkasafni)

Danskt traflakefli með stílhreinum hest, dagsett 1774 (úr einkasafni)

Danskt traflakefli með stílhreinum hest, dagsett 1774 (úr einkasafni)

https://www.mangletre.com

https://www.mangelbrade.se

https://www.manglebraet.com